Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 15:20 Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptir um kjördæmi, og býður sig fram í sama kjördæmi og formaðurinn. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira