Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2024 10:19 Starfsfólk óttaðist að Liam Payne myndi gera sjálfum sér mein vegna ástands hans í gær. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024 Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024
Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43