Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 13:31 Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, er talinn hafa verið felldur í skotbardaga á Gasaströndinni í morgun. Getty/Yousef Masoud Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira