Innlent

„Fólk hefur verið að ýta við mér“

Árni Sæberg skrifar
Flosi Eiríksson hefur verið virkur í starfi Samfylkingarinnar um árabil.
Flosi Eiríksson hefur verið virkur í starfi Samfylkingarinnar um árabil. Vísir/Arnar

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans.

Vísir sló á þráðinn til Flosa eftir að hafa lesið í Heimildinni að hann stefndi á að hreppa oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi, þar sem er þegar kominn slagur um efsta sætið.

Flosi segist sjálfur hafa lesið um þetta í Heimildinni en dregur ekki dul á það að hann hafi áhuga á að hefja aftur störf í stjórnmálum fyrir Samfylkinguna. Fólk hafi ýtt við honum síðustu daga og í gær hafi verið skipuð uppstillingarnefnd. Hann hafi enn ekki boðið fram krafta sína, enda hafi ekki enn verið óskað eftir framboðum.

Hann hafi ekki rætt við forystu Samfylkingarinnar varðandi framboð en hann sé þó ávallt í góðu sambandi við félaga sína í flokknum.

„Ég held að það væri gott að fá einhvern í hópinn sem er á kafi í atvinnulífinu. Ég hef verið virkur þar en einnig í verkalýðsbaráttunni.

Flosi var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands á árunum 2018 til 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×