„Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 13:32 Haraldur segir að ást og ástarlíf einstaklinga hvernig sem svo líkama þeir hafi, hafi verið honum efst í huga þegar hann samdi lagið. Tónlistarmaðurinn Önnu Jónu Son, Haraldur Þorleifsson gaf í dag út tónlistarmyndband. Myndbandið er við lagið Legs Entwined og segir Haraldur þar um að ræða ástarsögu. Lagið er hluti af plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kom út í maí. Haraldur segir að ástin hafi verið sér hugleikin þegar hann samdi lagið. Þá nánar tiltekið að allskonar fólk með allskonar útlit geti elskað og elskast, jafnvel þó það komi ekki alltaf fram í menningarefni. „Í heiminum virðast stundum bara ákveðnar tegundir af líkömum fá að stunda kynlíf. Lagið er saga um samband sem gengið hefur í einhvern tíma, þar sem allskonar er búið að gerast,“ segir Haraldur Ástin fyrir alla Haraldur hefur þegar gefið út þó nokkur lög af plötunni, sem alls eru ellefu talsins. Markmiðið er að gefa út tónlistarmyndband fyrir hvert og eitt og hefur Haraldur fengið til liðs við sig allskonar listamenn hvaðanæva úr heiminum. Ólík yrkisefni verða honum innblástur í lögunum en í þetta skiptið var það ástin og ólík birtingarmynd hennar hjá ólíku fólki. „Mér var það mjög hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki af því líkamar eru allskonar og fólk er allskonar og flest erum við kynverur.“ Kviknakin í myndbandinu Tónlistarmyndbandinu var leikstýrt af ungversku listakonunni Önnu Nemes. Þar má sjá tvö eldri hjón sem augljóslega hafa gengið í gegnum ýmislegt og býr annað þeirra við fötlun. Þau eru gjarnan kviknakin í myndbandinu „Ástin er eins fyrir alla hvernig sem þau eru. Hún getur flutt okkur í nýja heima, lyft okkur upp og brotið okkur, allt á sama tíma. Við tjáum okkur með ástinni með allri tilveru okkar. Mér finnst það svo eðlilegur hluti af samtalinu, að það sé til allskonar fólk.“ Haraldur hélt útgáfutónleika plötunnar á Nasa á Austurvelli í maí. Hann segir það hafa gengið vonum framar. Síðustu mánuði segist Haraldur hafa dregið sig að mestu í hlé frá opinberri umræðu, hann hafi þurft tíma til að hvílast. „Maður trappaði sig vel niður. Í vetur var ég að vinna í allskonar málum, gömlum sárum sem ég þurfti að laga. Þetta var erfitt en nauðsynlegt og nú finnst mér ég aftur geta farið að leika mér aðeins.“ Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. 14. júlí 2023 08:01 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Haraldur segir að ástin hafi verið sér hugleikin þegar hann samdi lagið. Þá nánar tiltekið að allskonar fólk með allskonar útlit geti elskað og elskast, jafnvel þó það komi ekki alltaf fram í menningarefni. „Í heiminum virðast stundum bara ákveðnar tegundir af líkömum fá að stunda kynlíf. Lagið er saga um samband sem gengið hefur í einhvern tíma, þar sem allskonar er búið að gerast,“ segir Haraldur Ástin fyrir alla Haraldur hefur þegar gefið út þó nokkur lög af plötunni, sem alls eru ellefu talsins. Markmiðið er að gefa út tónlistarmyndband fyrir hvert og eitt og hefur Haraldur fengið til liðs við sig allskonar listamenn hvaðanæva úr heiminum. Ólík yrkisefni verða honum innblástur í lögunum en í þetta skiptið var það ástin og ólík birtingarmynd hennar hjá ólíku fólki. „Mér var það mjög hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki af því líkamar eru allskonar og fólk er allskonar og flest erum við kynverur.“ Kviknakin í myndbandinu Tónlistarmyndbandinu var leikstýrt af ungversku listakonunni Önnu Nemes. Þar má sjá tvö eldri hjón sem augljóslega hafa gengið í gegnum ýmislegt og býr annað þeirra við fötlun. Þau eru gjarnan kviknakin í myndbandinu „Ástin er eins fyrir alla hvernig sem þau eru. Hún getur flutt okkur í nýja heima, lyft okkur upp og brotið okkur, allt á sama tíma. Við tjáum okkur með ástinni með allri tilveru okkar. Mér finnst það svo eðlilegur hluti af samtalinu, að það sé til allskonar fólk.“ Haraldur hélt útgáfutónleika plötunnar á Nasa á Austurvelli í maí. Hann segir það hafa gengið vonum framar. Síðustu mánuði segist Haraldur hafa dregið sig að mestu í hlé frá opinberri umræðu, hann hafi þurft tíma til að hvílast. „Maður trappaði sig vel niður. Í vetur var ég að vinna í allskonar málum, gömlum sárum sem ég þurfti að laga. Þetta var erfitt en nauðsynlegt og nú finnst mér ég aftur geta farið að leika mér aðeins.“
Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. 14. júlí 2023 08:01 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. 14. júlí 2023 08:01