„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 13:37 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13