Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir skrifar 19. október 2024 08:02 Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun