Messi kom inn á í hálfleik og skoraði þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 09:32 Lionel Messi fagnar einu marka sinna ásamt Jordi Alba. Messi skoraði þrennu á aðeins ellefu mínútum. Getty/Carmen Mandato Lionel Messi er nýkominn heim úr landsliðsverkefni þar sem hann skoraði þrennu og byrjaði því á bekknum í bandaríska fótboltanum í nótt. Hann kom hins vegar inn á í hálfleik og skoraði í þrennu í 6-2 sigri Inter Miami á New England Revolution. Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira