Hættir að elska Jürgen Klopp: „Hefur þú gleymt öllu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:02 Jürgen Klopp sést hér stýra Liverpool liðinu í síðasta sinn í leik á móti Wolverhampton Wanderers á Anfield í maí síðastliðnum. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp var elskaður og dáður hjá liðunum sínum í Þýskalandi eftir að hafa gert frábæra hluti með bæði Borussia Dortmund og Mainz á sínum tíma. Sú ást hefur dofnað mikið eftir að hann réði sig í starf hjá Red Bull. Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira