Rosengard er búið að tryggja sér sænska meistaratitilinn og var með fullt hús fyrir leikinn. Eftir 23 sigra í röð þurfti liðið að sætta sig við fyrsta tapið. Þetta verður því ekki fullkomið tímabil hjá Guðrúnu Arnardóttur og félagið.
Rosengard tapaði 3-2 á heimavelli á móti Hammarby sem er í þriðja sæti í deildinni. Titilinn er í höfn og úrslitin skipta því litlu máli en það hefði vissulega verið að gaman að klára deildina ósigraðar.
Það gekk aftur á móti munu betur hjá Íslendingaliði Kristianstad sem vann x-x sigur á Linkoping á sama tíma.
Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Kristianstad og er þar með komin með tólf mörk í deildinni. Hún er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar.
Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttir voru líka í byrjunarliðinu. Maria Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Linkoping.
Tilda Sandén skoraði seinna markið á 73. mínútu en mark Hlínar kom með skalla á 22. mínútu.