„Finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2024 10:31 Jóhanna fer yfir lífshlaupið í nýrri bók sinni. Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar. Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar.
Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira