Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 13:43 Drengurinn hefur verið í meðferð á Stuðlum frá því í ágúst. Vísir/Vilhelm Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu. Móðirin, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir son sinn hafa strokið fjórum sinnum af Stuðlum, og því hafi mátt vera ljóst að drengurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma heim en hann hefur verið í meðferð á Stuðlum frá í ágúst. Foreldrar drengsins vöknuðu við símtal á laugardagsmorguninn þar sem þeim var sagt að hann yrði keyrður heim þar sem eldur hafi komið upp á Stuðlum. Nokkrum mínútum síðar var honum skutlað upp að dyrum heima og gafst því enginn tími til undirbúnings að sögn móðurinnar. Hún telur skjóta skökku við að fulltrúar Barna- og fjölskyldustofu hafi látið hljóma í fjölmiðlum að öllum börnum af Stuðlum hafi verið fundið pláss tímabundið á Vogi. Það sé ekki rétt þar sem sumum börnum hafi verið skutlað heim án fyrirvara. „Hann var týndur í tvo sólarhringa,“ segir móðirin. Pilturinn hafi loks sjálfur haft samband við lögreglu. „Hann virðist ekki hafa treyst sér til að koma heim,“ bætir hún við, en síðustu sólarhringar hafi tekið mjög á fjölskylduna. Hún segir ljóst að víða sé pottur brotinn í kerfinu, og þetta sé til marks um mikilvægi þess að einhver varaúrræði séu til staðar ef eitthvað kemur uppá. „Það verður að vera til plan-B,“ segir móðirin. Hún ítrekar þó að á Stuðlum starfi yndislegt fólk og hún hafi ekkert út á störf þeirra að setja. Þá gagnrýnir hún að ekki sé leitað nógu vel á börnum sem mæta í meðferð á Stuðlum, en það sé áhyggju efni að þar séu börn til dæmis með með fíkniefni og eldfæri í fórum sínum. „Það er galið að það skuli vera leitað á börnum fyrir skólaböll en ekki við komuna á Stuðla,“ segir móðirin. Þá segir hún að miklu betur hafi mátt standa að því að veita börnunum sem dvöldu á Stuðlum áfallahjálp. Sonur hennar hafi komið heim og lýst því að hann hafi séð drenginn sem lést borinn út á sjúkrabörum. Þetta sé áfall fyrir börnin í ofanálag við þá erfiðleika sem þau þegar eigi við að etja. Barnavernd Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08 Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. 20. október 2024 13:34 Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. 20. október 2024 10:57 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Móðirin, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir son sinn hafa strokið fjórum sinnum af Stuðlum, og því hafi mátt vera ljóst að drengurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma heim en hann hefur verið í meðferð á Stuðlum frá í ágúst. Foreldrar drengsins vöknuðu við símtal á laugardagsmorguninn þar sem þeim var sagt að hann yrði keyrður heim þar sem eldur hafi komið upp á Stuðlum. Nokkrum mínútum síðar var honum skutlað upp að dyrum heima og gafst því enginn tími til undirbúnings að sögn móðurinnar. Hún telur skjóta skökku við að fulltrúar Barna- og fjölskyldustofu hafi látið hljóma í fjölmiðlum að öllum börnum af Stuðlum hafi verið fundið pláss tímabundið á Vogi. Það sé ekki rétt þar sem sumum börnum hafi verið skutlað heim án fyrirvara. „Hann var týndur í tvo sólarhringa,“ segir móðirin. Pilturinn hafi loks sjálfur haft samband við lögreglu. „Hann virðist ekki hafa treyst sér til að koma heim,“ bætir hún við, en síðustu sólarhringar hafi tekið mjög á fjölskylduna. Hún segir ljóst að víða sé pottur brotinn í kerfinu, og þetta sé til marks um mikilvægi þess að einhver varaúrræði séu til staðar ef eitthvað kemur uppá. „Það verður að vera til plan-B,“ segir móðirin. Hún ítrekar þó að á Stuðlum starfi yndislegt fólk og hún hafi ekkert út á störf þeirra að setja. Þá gagnrýnir hún að ekki sé leitað nógu vel á börnum sem mæta í meðferð á Stuðlum, en það sé áhyggju efni að þar séu börn til dæmis með með fíkniefni og eldfæri í fórum sínum. „Það er galið að það skuli vera leitað á börnum fyrir skólaböll en ekki við komuna á Stuðla,“ segir móðirin. Þá segir hún að miklu betur hafi mátt standa að því að veita börnunum sem dvöldu á Stuðlum áfallahjálp. Sonur hennar hafi komið heim og lýst því að hann hafi séð drenginn sem lést borinn út á sjúkrabörum. Þetta sé áfall fyrir börnin í ofanálag við þá erfiðleika sem þau þegar eigi við að etja.
Barnavernd Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08 Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. 20. október 2024 13:34 Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. 20. október 2024 10:57 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08
Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. 20. október 2024 13:34
Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. 20. október 2024 10:57