Heilsuráð Önnu Eiríks fyrir haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 09:34 Anna Eiriksdóttir hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna. „Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira