„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Snorri, Halla Hrund, Ragnar Þór, Víðir og Alma ætla fram og Grímur íhugar framboð. Þau hafa öll verið áberandi í fjölmiðulm undanfarin misseri og ár. Vísir Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira