Sport

Styttist í að Ís­lands­metið falli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það styttist í að Íslandsmetið falli.
Það styttist í að Íslandsmetið falli. sportmyndir.is/GummiSt

Það stefnir í að Íslandsmetið í bakgarðshlaupum falli í kvöld ef allt gengur upp.

Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag. Ísland sendir öfluga keppendur til leiks. Fjórir af fimmtán eru enn eftir í hlaupinu, það eru þau Elísa Kristinsdóttir, Andri Guðmundsson, Þorleifur Þorleifsson og Marlena Radziszewska.

 Fylgst er með í beinni útsendingu hér að neðan. 

„Ég veit að þau skiptast á að fara niður í dali en þau vinna sig alltaf upp úr þeim, þau eru ótrúleg. Við liðsstjórar þeirra erum virkilega stolt af þeim og öllu íslenska liðinu,“ sagði Elísabet Margeirsdóttir, ein af skipuleggjendum hlaupsins um þau fjögur sem eru eftir.

„Þau eru öll búin að skila sínu. Við erum í 14. sæti í landsliðakeppninni, erum búin að vinna keppnina á milli „milli stórra“ landa. Við erum í toppmálum og ég veit ekki hvað við verðum lengi hérna.“

Yfir 60 lönd sem hófu keppni en það má reikna með að veðrið á Íslandi sé erfiðara en í flestum þeirra.

„Ég veit að þetta er fólk sem elskar að hlaupa úti í rigningu og roki, það er bara þannig. Það var smá hálka í gær en sem betur fer voru aðstæður frábærar í nótt og vonandi helst þetta svona í nótt.“

Íslandsmetið er 57 hringir. Ef fram heldur sem horfir verður það slegið klukkan 22.00.

„Það næst alveg pottþétt. Svo er bara hvort þau fari í 60 hringina sem eru 400 kílómetrar. Veit að það er draumur margra að fara 400 kílómetra. Það er virkilega góður árangur í þessari keppni.“

„Vil líka bæta við að íslenskrar konur eru að standa sig ótrúlega vel í ofurhlaupum almennt, sérstaklega í þessum bakgarðshlaupum. Við erum með tvær konur eftir af samtals sex konum sem eru eftir í keppninni. Spurning hvort ein af þeim verði síðasta konan í þessari keppni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×