Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2024 07:28 Reykur stígur til himins eftir árás Ísrael á Dahiyeh í suðurhluta Beirút. AP/Bilal Hussein Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. Ákvörðun virðist hafa verið tekin um rýminguna jafnvel þótt Ísraelsmenn segðust ekki myndu gera árásir á sjúkrahúsið. Fadi Alame, framkvæmdastjóri Sahel, segir fullyrðingar Ísrael um fjársjóðsgeymsluna ósannar. Ísraelsmenn hafa ekki birt sönnunargögn máli sínu til stuðnings en birtu teikningar af byrginu, sem þeir segja áður hafa verið notað til að fela Hassan Nasrallah, fyrrum leiðtoga Hezbollah. Þeir hafa hvatt yfirvöld í Líbanon til að leggja hald á fjármunina, sem þeir segja Hezbollah hafa stolið frá íbúum Líbanon. Ísraelsmenn gerðu árásir á Beirút í gær, eftir að hafa gefið út viðvaranir til íbúa. Að minnsta kosti fjórir létust, þar af eitt barn, og 24 særðust í sprengingu við Rafik Hariri-sjúkrahúsið, sem er stærsta ríkisrekna sjúkrahúsið í Líbanon. Það er sagt hafa orðið fyrir verulegum skemmdum en er enn starfhæft og tók á móti slösuðum í gær. Yfirvöld í Ísrael sögðust í gær hafa gert árásir á um 300 skotmörk Hezbollah á 24 klukkustundum. Þá var fjölda eldflauga og dróna skotið á loft frá Líbanon og í átt að Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Ísrael, í sína elleftu heimsókn frá því að Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október 2023. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Ákvörðun virðist hafa verið tekin um rýminguna jafnvel þótt Ísraelsmenn segðust ekki myndu gera árásir á sjúkrahúsið. Fadi Alame, framkvæmdastjóri Sahel, segir fullyrðingar Ísrael um fjársjóðsgeymsluna ósannar. Ísraelsmenn hafa ekki birt sönnunargögn máli sínu til stuðnings en birtu teikningar af byrginu, sem þeir segja áður hafa verið notað til að fela Hassan Nasrallah, fyrrum leiðtoga Hezbollah. Þeir hafa hvatt yfirvöld í Líbanon til að leggja hald á fjármunina, sem þeir segja Hezbollah hafa stolið frá íbúum Líbanon. Ísraelsmenn gerðu árásir á Beirút í gær, eftir að hafa gefið út viðvaranir til íbúa. Að minnsta kosti fjórir létust, þar af eitt barn, og 24 særðust í sprengingu við Rafik Hariri-sjúkrahúsið, sem er stærsta ríkisrekna sjúkrahúsið í Líbanon. Það er sagt hafa orðið fyrir verulegum skemmdum en er enn starfhæft og tók á móti slösuðum í gær. Yfirvöld í Ísrael sögðust í gær hafa gert árásir á um 300 skotmörk Hezbollah á 24 klukkustundum. Þá var fjölda eldflauga og dróna skotið á loft frá Líbanon og í átt að Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Ísrael, í sína elleftu heimsókn frá því að Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október 2023.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira