Nefndin samþykkti karlmannsnöfnin Kaspían, Heiðsteinn, Arslan og Mateo.
Kvenmannsnöfnin Lindey, Kristmey, Oddey, Vorsól og Aveline voru samþykkt, sem og kynhlutlausu nöfnin Aster og Vestur.
Tvö þessara nafna voru samþykkt sem ritháttarafbrigði annarra nafna. Það voru Aveline, sem mun teljast sem ritháttarafbrigði nafnsins Avelín. Og Mateo mun teljast sem afbrigði nafnsins Mateó.
Ef til vill er aðdáendur ævintýranna um Narníu ánægðir með þessa úrskurði. Þar kemur persónan prins Kaspían fyrir. Einnig kemur ljónið Aslan fyrir, en nú mega íslenskir karlmenn bara nafnið Arslan.
