Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2024 10:31 Stýrivaxtahækkanir Ásgeir hafa sannarlega verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði. Nú síðast lækkaði hann vexti um 0,25 punkta. Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira