Valur eyddi færslu um stærstu söluna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 10:24 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira