Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 21:29 Jón Gunnarsson sóttist eftir 2. sæti en fékk það ekki. Hann var skipaður í fimmta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í staðinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12