Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 21:29 Jón Gunnarsson sóttist eftir 2. sæti en fékk það ekki. Hann var skipaður í fimmta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í staðinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12