Stórkostlegt mark Selmu í tapi fyrir Bandaríkjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 06:59 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar marki sínu gegn Bandaríkjunum í nótt. getty/Adam Davis Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas. Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira
Bandaríkin náðu forystunni sex mínútum fyrir hálfleik þegar Alyssa Thompson skoraði með skoti í slá og inn. Þetta var fyrsta landsliðsmark hennar. 19-year-old Alyssa Thompson scores a banger for her first USWNT goal ☄️Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/yaxbVoDN8L— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Bandaríska liðið fór með eins marks forystu til búningsherbergja en það íslenska svaraði vel fyrir sig eftir hlé. Á 56. mínútu jafnaði Selma metin með glæsilegu marki. Eftir lipran samleik íslenska liðsins lék Selma á varnarmann bandaríska liðsins og smellti boltanum með vinstri fæti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Íslenska liðið spilaði vel í seinni hálfleik en undir lok leiksins komu varamenn bandaríska liðsins því til bjargar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka átti Jane Campbell fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Íslands. Þar var Jaedyn Shaw fyrst í boltann og skallaði hann framhjá Telmu Ívarsdóttur. Jaedyn Shaw dribbles through the Iceland defense 💫Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/mMdjJWcz61— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Fjórum mínútum síðar gulltryggði Sophia Smith svo sigur Bandaríkjanna með góðu skoti í fjærhornið. Lokatölur 3-1, Bandaríkjunum í vil. Sophia Smith from the edge of the box to make it 3-1 😱Watch USA face Iceland again on Sunday on TNT, truTV and Max 📺 pic.twitter.com/1Y4h7E8Ten— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Liðin mætast aftur í Nashville, Tennessee á sunnudagskvöldið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira