Leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast í World Series Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 23:00 Japaninn Shohei Ohtani hefur átt ótrúlegt tímabil en hann er líka á ótrúlegum samningi. Los Angeles Dodgers getur orðið meistari í fyrsta sinn í fjögur ár. Getty/Sean M. Haffey Úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, hefst í kvöld en hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Hafnabolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Hafnabolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf