Jordi Alba skoraði sigurmark Inter Miami með glæsilegu marki á 60. mínútu. Hann fékk þá boltann fyrir utan vítateig frá Lionel Messi og skoraði með frábæru skoti.
Inter Miami náði forystunni strax á 2. mínútu leiksins þegar Luis Suárez skoraði. Saba Lobjanidze jafnaði fyrir Atlanta sex mínútum fyrir hálfleik.
Staðan var svo jöfn þar til klukkutími var eftir af leiknum þegar Jordi Alba tók til sinna ráða.
Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Atlanta næsta laugardag.