Óheppilegt en ekki óvenjulegt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. október 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Dagur B. Eggertsson. Vísir Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira