Hvorki útlendingahatur né gestrisni Hildur Þórðardóttir skrifar 28. október 2024 06:01 Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun