Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 10:01 Nathalie Björn spilar með Chelsea og sænska landsliðinu. Hún var ekki alveg með allt á hreinu fyrir síðasta landsleik. Getty/Harriet Lander Sænska kvennalandsliðið í fótbolta er í góðum málum eftir fyrri umspilsleik sinn í baráttunni um sæti á EM kvenna í næsta sumar. Það voru þó óvenjuleg vandræði eins leikmanns liðsins sem voru í sviðsljósinu eftir fyrri leikinn. Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira