„Það var annað hvort þetta eða vændi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 16:41 Dómsalur 101 var þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir eru á annan tug og hver þeirra þarf að vera með lögmann. Vísir/Vilhelm Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Dóttirin sagði að hún hafi verið orðin dauðþreytt á því að vinna mikið og hitta barnið sitt lítið. Hún hafi því ákveðið að drýgja tekjurnar og henni hafi staðið tvennt til boða, „þetta“ eða vændi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Líkt og flestir sakborningar sem báru vitni fyrir dómi í dag sagði áðurnefnd dóttir lítið þegar hún gaf skýrslu. Hún svaraði flestum spurningum á þann veg að hún vildi ekki tjá sig um spurnarefnið. Hún sagðist þó hafa fengið að geyma nokkra hluti á heimili móður sinnar, en hún hafi ekki vitað almennilega hvaða hlutir það væru. Óviss með endurræsingu vegna barnamynda Fyrir dómi sýndi ákæruvaldið skilaboð úr síma konunnar, en í samskiptaforritinu Signal gekk hún undir nafninu Litlaljoska. „Ég opnaði eina pakkningu þegar ég kom heim, spurði samt Pétur niðrí bæ hvort ég gæti keypti einhversstaðar grömm eða tvö og hann tók ekki vel í það. Mín bara í rugli,“ sagði í skilaboðum sem voru á meðal gagna málsins. Dóttirin sagðist ekki geta sagt til um það hvort að hún hafi þarna verið að ræða fíkniefni. Þess má geta að Pétur Þór Elíasson er einn hinna grunuðu í málinu, en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum. Einnig voru sýnd skilaboð þar sem hún var að tala um að „factory reseta“ símanum sínum, en það þýðir í einföldu máli að eyða öllum gögnum sem hefur verið komið fyrir í símanum. Hún virtist á báðum áttum með að endurræsa símann með þessum hætti því í honum væru „myndir af börnunum og allt“. Hún sagðist ekki muna hvers vegna hún hafi verið að velta fyrir sér að endurræsa símann. „Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu“ „Ég var í stuttu máli orðin þreytt á því að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið,“ sagði dóttirin undir lok skýrslutökunnar. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún en tilgreindi ekki hvað hún ætti við þegar hún sagði „þetta“. Líkt og áður segir hafði hún þó viðurkennt að hafa geymt fíkniefni á heimili móður sinnar, en sagðist þó ekki hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“ Sagðist ekki hafa vitað af efnunum Móðir konunnar gaf einnig skýrslu í dag, en hún gerði það í gegnum fjarfundarbúnað. Á heimili hennar í Reykjavík fundust í september á síðasta ári 730 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af fíkniefnunum. Hún hafi verið erlendis, og búin að vera það í nokkurn tíma, þegar lögregla lagði hald á efnin. Hún sagði þetta hafa komið sér á óvart að efnin hafi verið heima hjá sér, en þó aðallega hversu mikið magnið var. Hún hafi alveg búist við því að heima hjá henni hefði verið falið lítið magn af grasi eða pillum, en ekki þessi efni í svona miklu magni. Móðirin sagðist aldrei hafa séð fíkniefni á heimili sínu, hvað þá í frystikistu þar sem þau fundust. Sjálf hafi hún notað kistuna til að geyma matvæli. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Dóttirin sagði að hún hafi verið orðin dauðþreytt á því að vinna mikið og hitta barnið sitt lítið. Hún hafi því ákveðið að drýgja tekjurnar og henni hafi staðið tvennt til boða, „þetta“ eða vændi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Líkt og flestir sakborningar sem báru vitni fyrir dómi í dag sagði áðurnefnd dóttir lítið þegar hún gaf skýrslu. Hún svaraði flestum spurningum á þann veg að hún vildi ekki tjá sig um spurnarefnið. Hún sagðist þó hafa fengið að geyma nokkra hluti á heimili móður sinnar, en hún hafi ekki vitað almennilega hvaða hlutir það væru. Óviss með endurræsingu vegna barnamynda Fyrir dómi sýndi ákæruvaldið skilaboð úr síma konunnar, en í samskiptaforritinu Signal gekk hún undir nafninu Litlaljoska. „Ég opnaði eina pakkningu þegar ég kom heim, spurði samt Pétur niðrí bæ hvort ég gæti keypti einhversstaðar grömm eða tvö og hann tók ekki vel í það. Mín bara í rugli,“ sagði í skilaboðum sem voru á meðal gagna málsins. Dóttirin sagðist ekki geta sagt til um það hvort að hún hafi þarna verið að ræða fíkniefni. Þess má geta að Pétur Þór Elíasson er einn hinna grunuðu í málinu, en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum. Einnig voru sýnd skilaboð þar sem hún var að tala um að „factory reseta“ símanum sínum, en það þýðir í einföldu máli að eyða öllum gögnum sem hefur verið komið fyrir í símanum. Hún virtist á báðum áttum með að endurræsa símann með þessum hætti því í honum væru „myndir af börnunum og allt“. Hún sagðist ekki muna hvers vegna hún hafi verið að velta fyrir sér að endurræsa símann. „Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu“ „Ég var í stuttu máli orðin þreytt á því að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið,“ sagði dóttirin undir lok skýrslutökunnar. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún en tilgreindi ekki hvað hún ætti við þegar hún sagði „þetta“. Líkt og áður segir hafði hún þó viðurkennt að hafa geymt fíkniefni á heimili móður sinnar, en sagðist þó ekki hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“ Sagðist ekki hafa vitað af efnunum Móðir konunnar gaf einnig skýrslu í dag, en hún gerði það í gegnum fjarfundarbúnað. Á heimili hennar í Reykjavík fundust í september á síðasta ári 730 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af fíkniefnunum. Hún hafi verið erlendis, og búin að vera það í nokkurn tíma, þegar lögregla lagði hald á efnin. Hún sagði þetta hafa komið sér á óvart að efnin hafi verið heima hjá sér, en þó aðallega hversu mikið magnið var. Hún hafi alveg búist við því að heima hjá henni hefði verið falið lítið magn af grasi eða pillum, en ekki þessi efni í svona miklu magni. Móðirin sagðist aldrei hafa séð fíkniefni á heimili sínu, hvað þá í frystikistu þar sem þau fundust. Sjálf hafi hún notað kistuna til að geyma matvæli.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira