Bowen skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum á Lundúnaleikvanginum í fyrradag. Hamrarnir komust yfir með marki Crysencio Summerville á 74. mínútu en Casemiro jafnaði fyrir Rauðu djöflana sjö mínútum síðar.
Bowen reyndist svo hetja West Ham og örlagavaldurinn fyrir Ten Hag en honum var sagt upp störfum í gær.
Sem fyrr sagði leiddi Brynjar Ómarsson, sonur Dagnýjar, Bowen inn á völlinn fyrir leikinn á sunnudaginn.
Á X-aðgangi kvennaliðs West Ham birtust myndir af skælbrosandi Brynjari sem hefur svo væntanlega brosað enn breiðar í leikslok.
One West Ham family ♥️
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 29, 2024
Dagný Brynjarsdóttir’s son, Brynjar, walked out with Jarrod Bowen before Sunday's win over Manchester United ⚒️ pic.twitter.com/jKnHSpjQ0M
Mamma hans er nýbyrjuð að spila aftur með West Ham eftir að hafa eignast bróður Brynjars 7. febrúar.
Dagný hefur leikið alla fimm leiki Hamranna í ensku úrvalsdeildinni en þeir eru á botni hennar með tvö stig. Næsti leikur West Ham er gegn Tottenham á sunnudaginn.