Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 16:35 Sakborningar Sólheimajökulsmálsins eru á annan tug og því hefur verið þéttsetinn dómsalur í Héraðdómi Reykjavíkur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira