Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 18:15 Þingflokkur Miðflokksins telur nú þrjá en Jakob Frímann var rétt í þessu að ganga til liðs við þá Sigmund Davíð og Bergþór. Jakob Frímann vill ekkert tjá sig um viðskipti sín og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Ekki nema bara óska henni og hennar fólki alls hins besta. vísir/vilhelm Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira