Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 23:06 Flestir fara í bíó á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að gera það í Keflavík segir rekstrarstjóri. Sambíó Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir. Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira
Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir.
Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Sjá meira