Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 11:00 Emma Hayes með son sinn Harry eftir sigurleik á móti Íslandi í vináttulandsleik í Nashville. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska landsliðsins og nýkjörin þjálfari ársins á verðlaunahátíð Gullhnattarins, Ballon d'Or, hikaði ekkert við að gagnrýna hátíðina og þá sérstaklega tímasetninguna. Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Hayes fékk vissulega verðlaunin í ár en hún var ekki á staðnum eins og margir þjálfarar og leikmenn úr kvennaboltanum. Ástæðan er að hátíðin var haldin í miðjum landsliðsglugga hjá kvenfólkinu. Það er því ekki mögulegt fyrir flestar bestu knattspyrnukonur heims að mæta. Sú besta, Aitana Bonmatí, fékk frí frá landsleikjunum Spánar og var því mætt til Parísar. Hún var ein af undantekningunum því það voru fáar knattspyrnukonur í salnum. „Þetta er bara eins og að halda Óskarsverðlaunin eða Golden Globe hátíðina með enga konu í salnum,“ sagði Emma Hayes. ESPN segir frá. „Þetta á ekki að geta gerst en eins og með margt þessu tengt þá eru menn ekkert að pæla í þessu fyrr en eftir á,“ sagði Hayes. Hayes segir það vissulega heiður fyrir sig að fá verðlaunin og hún sé ánægð með að vera með landsliðinu sínu þar sem bíður leikur við Argentínu. Bandaríska landsliðið vann Ísland tvisvar í þessum glugga en liðið spilar þrjá leiki í honum. Hayes segir að konurnar eigi skilið að fá að njóta uppskerunnar fyrir góða frammistöðu á árinu. „Fyrir þessa leikmenn og þjálfara þá er þetta staður og stund til að vera metin að verðleikum. Þetta fyrirkomulag er því vonbrigði,“ sagði Hayes. „Ég ræddi þetta við skipuleggjendurna og þeir sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þeir ætluðu að breyta í framtíðinni. Við skulum vona að það sé satt,“ sagði Hayes.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira