Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 08:33 Skotmörk frá þjálfun lögreglumanna í notkun rafbyssna. Enginn hefur verið stuðaður með slíkri byssu eftir að lögreglumenn hófu að bera þær fyrir tveimur mánuðum. Vísir/Arnar Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega. Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega.
Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20