Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 18:24 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sagði að ýmis mál og atvik hefðu spilað inn í ákvörðun Samkaupa um að slíta viðræðunum. aðsend Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Þar segir að aðilar hafi framkvæmt áreiðanleikakönnun á samrunafélögunum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Stjórn og starfsfólk Samkaupa hafi tekið þátt viðræðunum og lagt í þær bæði vinnu og fjármagn. „Á síðustu vikum hafa hins vegar komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í dag,“ segir einnig í tilkynningunni. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA Fréttastofa hafði samband við Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóra Samkaupa, til að spyrja út í viðræðuslitin og þessi mál sem ýjað er að í tilkynningunni. Hvaða atvik og upplýsingar er verið að vísa í þarna? „Það er í raun og veru kannski erfitt að tjá sig um það í smáatriðum af því viðsemjandinn er skráður á markað. Það hefur opinberlega komið í ljós eitt mál sem hefur valdið okkur áhyggjum, yfirstandandi samkeppnisrannsókn sem ESA er í núna, og fleiri mál sem er erfitt að tjá sig um sem ollu því að menn mátu að það væri betra að slíta þessu en halda áfram,“ sagði Gunnar Egill í samtali við fréttastofu. Gunnar segir að búið sé að vinna að viðræðunum síðan í janúar og því mikill tími farið í þær. „Fyrir mitt leyti eru þetta vonbrigði að menn hafi ekki náð að klára þennan samruna en svosem áfram gakk okkar megin,“ sagði hann. Þetta hefði orðið ansi stór samruni. „Ef af hefði orðið hefðu Samkaup verið með 75 milljarða veltu og komin með starfsemi á dagvöru-, orku-, apóteka- og veitingamarkaði. Og það er vegferð sem við höfum verið í og þessi félög passa öll vel saman en að þessu sinni náði ekki að ljúka því farsællega,“ sagði Gunnar.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira