Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:11 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með fimmta sigur liðsins Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. „Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira