Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:45 Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar