Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 20:14 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir verður að sætta sig við fall úr sænsku úrvalsdeildinni. Örebro Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli. Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira