Baráttufundur en enginn samningafundur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:57 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir lítið hafa þokast áfram í kjaradeilunni. Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað Kennarar ætla að hittast á baráttufundi síðdegis í Háskólabíói en rúm vika er síðan að verkfallsaðgerðir þeirra hófust. Húsið verður opnað klukkan 16 og hefst dagskrá klukkan 16:30. Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambands Íslands segir engan formlegan fund hafa verið boðaðan í kjaradeilunni. „Hóparnir eru að vinna í sínum baklöndum og það má reikna með að það verði einhverjir fundir í kringum helgina.“ Salvör Nordal umboðsmaður barna sagði í gær verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þá sagði hún embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. Þá hafa foreldrar líka gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar. „Ég hef orðið var við það að fyrsta sem að bæði foreldrar og umboðsmaður barna hafa sagt er að verkfallsrétturinn er réttur stéttarfélags til þess að beita sem bardagaaðgerð í kjarabaráttu. Því miður þá eftir sex mánaða aðgerðarþögn frá viðsemjendum þá áttum við ekkert annað eftir en að beita þessari aðgerð. Þar sem við erum með alla skóla landsins undir og tólf þúsund kennara þá völdum við þessa leið að fara minna afgerandi leið. Frekar en að fara í allsherjarverkfall að fara frekar í minni verkföll,“ segir Magnús. Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. 5. nóvember 2024 10:00 Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum. 4. nóvember 2024 06:28 Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. 3. nóvember 2024 21:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kennarar ætla að hittast á baráttufundi síðdegis í Háskólabíói en rúm vika er síðan að verkfallsaðgerðir þeirra hófust. Húsið verður opnað klukkan 16 og hefst dagskrá klukkan 16:30. Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambands Íslands segir engan formlegan fund hafa verið boðaðan í kjaradeilunni. „Hóparnir eru að vinna í sínum baklöndum og það má reikna með að það verði einhverjir fundir í kringum helgina.“ Salvör Nordal umboðsmaður barna sagði í gær verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þá sagði hún embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. Þá hafa foreldrar líka gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar. „Ég hef orðið var við það að fyrsta sem að bæði foreldrar og umboðsmaður barna hafa sagt er að verkfallsrétturinn er réttur stéttarfélags til þess að beita sem bardagaaðgerð í kjarabaráttu. Því miður þá eftir sex mánaða aðgerðarþögn frá viðsemjendum þá áttum við ekkert annað eftir en að beita þessari aðgerð. Þar sem við erum með alla skóla landsins undir og tólf þúsund kennara þá völdum við þessa leið að fara minna afgerandi leið. Frekar en að fara í allsherjarverkfall að fara frekar í minni verkföll,“ segir Magnús.
Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. 5. nóvember 2024 10:00 Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum. 4. nóvember 2024 06:28 Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. 3. nóvember 2024 21:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. 5. nóvember 2024 10:00
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01
Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum. 4. nóvember 2024 06:28
Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. 3. nóvember 2024 21:02