„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Arnar Gunnlaugsson var í leikbanni í úrslitaleiknum á móti Breiðabliki og hér sést hann fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Vísir/Anton Brink Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira