Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 21:03 Bannið myndi ekki ná til þeirra sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira