„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. nóvember 2024 17:54 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var léttur, ljúfur og kátur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. „Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
„Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira