Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:02 Katrín Edda og Markus eignuðust dreng í gær. Instagram Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember. Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri. Tímamót Barnalán Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri.
Tímamót Barnalán Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira