„Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2024 13:02 Hið alsjáandi auga Illuminati sem oft eru nefnd sem lykilgerendur í kenningunni. Vísir/Getty Sögur af leynilegri valdaelítu sem vinni að því að hneppa heimsbyggðina alla í ánauð hafa lengi verið á sveimi. Í kjölfar ýmissa þjóðfélagslegra áfalla á heimsvísu, svo sem fjármálakrísuna, flóttamannakrísuna og í kjölfar Covid-faraldursins og nú stríða í Úkraínu og Palestínu hafa áhyggjur magnast af því að alþjóðleg elíta illvirkja, oft nefnd „heimselítan,“ vinni að því að koma á alræðisstjórn og hneppa heimsbyggðina undir stjórn fárra útvalinna. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið leiða prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hlustendur í gegnum sögu og einkenni hinnar frægu samsæriskenningar um Nýja heimsskipan (e. New World Order). Hlusta má á þáttinn neðst í fréttinni. Kenningin hvílir á þremur meginþáttum: stjórnun krísa, allsherjar eftirliti og mannfjöldastjórnun. Samkvæmt samsæriskenningunni hafa valdaelítur vísvitandi framkallað efnahagskreppur, styrjaldir og jafnvel náttúruhamfarir til að skapa ótta og óstöðugleika. Í ringulreiðinni óskar almenningur eftir sterkari stjórn, og þá stendur valdaelítan tilbúin með „lausnir“ sem þýða aukin völd þeirra. Þannig er talið að Nýja heimsskipanin nýti sér hræðslu til að tryggja sér yfirráð og traust almennings. Illuminati og Frímúrarar Rætur kenningarinnar liggja bæði í trúarlegum og veraldlegum hugmyndum. Trúarlega tengjast þær kristnum heimsendaspám þar sem óttast er að huldar elítur undir stjórn andkristins valds muni leika lykilhlutverk. Á hinn bóginn byggja veraldlegar kenningar um Nýju heimsskipanina á hugmyndum um valdabræður sem vinna að heimsyfirráðum – hópar eins og Frímúrarar, Illuminati og Bilderberg-klúbburinn, sem eru sagðir hafa sameinað áhrif sín til að ná alheimsstjórn. Frímúrarar og Illuminati eru sérstaklega oft nefndir sem lykilgerendur í kenningunni. Frímúrarareglurnar, sem eru eitt elsta bræðralag heims, hafa löngum verið grunaðar um að hafa leynilega áætlun um heimsyfirráð. Þótt Illuminati hafi ekki verið virkur hópur frá árinu 1788 halda samsæriskenningasmiðir því fram að samtökin starfi enn í dag og vinni í leyni að því að móta heimsmyndina. Eðlufólkið og fjórða ríkið Samkvæmt kenningunni er þetta aldagamlt stríð milli ljóss og myrkurs. Samsæriskenningar af þessu tagi eiga það til að vera bæði ógnvekjandi og traustvekjandi. Þær magna upp ímyndaðan mátt hins illa en gefa jafnframt til kynna að atburðir heimsins fylgi skýrum, fyrirfram ákveðnum áætlunum. Þessar kenningar geta því dregið til sín þá sem vilja skilja flókinn heim í gegnum einfaldar skýringar. Í þættinum kemur einnig fram hvernig slíkar kenningar geta ýtt undir tortryggni gagnvart yfirvöldum. Þó að samsæriskenningar byggist oft á misskilningi eða afvegaleiðingu, endurspegla þær stundum raunverulega óánægju almennings með valdamikil öfl. Í þættinum er einnig kafað ofan í öfgakenndar útgáfur af kenningunni, þar sem sumir trúa því að geimverur, oft nefndar „eðlufólk,“ stjórni heiminum í gegnum þekkta stjórnmálaöfl. Aðrir sjá Nýju heimsskipanina sem nýja útgáfu af „Fjórða ríki,“ þar sem heimsyfirráð líkjast alræðisstjórn nasista. Skuggavaldið afhjúpar í þessum fyrsta þætti af tveimur hvernig kenningar um Nýju heimsskipanina byggja á lokkandi en ógnvekjandi hugmyndum sem sannfæra fylgjendur um að alræðisríki sé í uppsiglingu. Skuggavaldið Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Kenningar á kreik eftir ásakanir um kynferðisbrot Al-Fayed Þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingar, leita enn á djúpið í hlaðvarpi sínu um samsæriskenningar og nú er komið að tali um Díönnu prinsessu en þær ganga meðal annars út á það að breska krúnan hafi eitthvað að fela. 30. september 2024 13:02 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið leiða prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hlustendur í gegnum sögu og einkenni hinnar frægu samsæriskenningar um Nýja heimsskipan (e. New World Order). Hlusta má á þáttinn neðst í fréttinni. Kenningin hvílir á þremur meginþáttum: stjórnun krísa, allsherjar eftirliti og mannfjöldastjórnun. Samkvæmt samsæriskenningunni hafa valdaelítur vísvitandi framkallað efnahagskreppur, styrjaldir og jafnvel náttúruhamfarir til að skapa ótta og óstöðugleika. Í ringulreiðinni óskar almenningur eftir sterkari stjórn, og þá stendur valdaelítan tilbúin með „lausnir“ sem þýða aukin völd þeirra. Þannig er talið að Nýja heimsskipanin nýti sér hræðslu til að tryggja sér yfirráð og traust almennings. Illuminati og Frímúrarar Rætur kenningarinnar liggja bæði í trúarlegum og veraldlegum hugmyndum. Trúarlega tengjast þær kristnum heimsendaspám þar sem óttast er að huldar elítur undir stjórn andkristins valds muni leika lykilhlutverk. Á hinn bóginn byggja veraldlegar kenningar um Nýju heimsskipanina á hugmyndum um valdabræður sem vinna að heimsyfirráðum – hópar eins og Frímúrarar, Illuminati og Bilderberg-klúbburinn, sem eru sagðir hafa sameinað áhrif sín til að ná alheimsstjórn. Frímúrarar og Illuminati eru sérstaklega oft nefndir sem lykilgerendur í kenningunni. Frímúrarareglurnar, sem eru eitt elsta bræðralag heims, hafa löngum verið grunaðar um að hafa leynilega áætlun um heimsyfirráð. Þótt Illuminati hafi ekki verið virkur hópur frá árinu 1788 halda samsæriskenningasmiðir því fram að samtökin starfi enn í dag og vinni í leyni að því að móta heimsmyndina. Eðlufólkið og fjórða ríkið Samkvæmt kenningunni er þetta aldagamlt stríð milli ljóss og myrkurs. Samsæriskenningar af þessu tagi eiga það til að vera bæði ógnvekjandi og traustvekjandi. Þær magna upp ímyndaðan mátt hins illa en gefa jafnframt til kynna að atburðir heimsins fylgi skýrum, fyrirfram ákveðnum áætlunum. Þessar kenningar geta því dregið til sín þá sem vilja skilja flókinn heim í gegnum einfaldar skýringar. Í þættinum kemur einnig fram hvernig slíkar kenningar geta ýtt undir tortryggni gagnvart yfirvöldum. Þó að samsæriskenningar byggist oft á misskilningi eða afvegaleiðingu, endurspegla þær stundum raunverulega óánægju almennings með valdamikil öfl. Í þættinum er einnig kafað ofan í öfgakenndar útgáfur af kenningunni, þar sem sumir trúa því að geimverur, oft nefndar „eðlufólk,“ stjórni heiminum í gegnum þekkta stjórnmálaöfl. Aðrir sjá Nýju heimsskipanina sem nýja útgáfu af „Fjórða ríki,“ þar sem heimsyfirráð líkjast alræðisstjórn nasista. Skuggavaldið afhjúpar í þessum fyrsta þætti af tveimur hvernig kenningar um Nýju heimsskipanina byggja á lokkandi en ógnvekjandi hugmyndum sem sannfæra fylgjendur um að alræðisríki sé í uppsiglingu.
Skuggavaldið Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Kenningar á kreik eftir ásakanir um kynferðisbrot Al-Fayed Þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingar, leita enn á djúpið í hlaðvarpi sínu um samsæriskenningar og nú er komið að tali um Díönnu prinsessu en þær ganga meðal annars út á það að breska krúnan hafi eitthvað að fela. 30. september 2024 13:02 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31
Kenningar á kreik eftir ásakanir um kynferðisbrot Al-Fayed Þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingar, leita enn á djúpið í hlaðvarpi sínu um samsæriskenningar og nú er komið að tali um Díönnu prinsessu en þær ganga meðal annars út á það að breska krúnan hafi eitthvað að fela. 30. september 2024 13:02