Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 14:05 Frá afhendingu pokanna í Apóteki Suðurlands. Frá vinstri, Eyrún Olsen formaður dagskrárnefndar Kvenfélags Selfoss, Margrét Guðný Sölvadóttir, kvenfélagskona, Ásrún Karlsdóttir lyfjafræðingur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur, Guðmunda Þorsteinsdóttir lyfjatæknir, Jórunn Helena Jónsdóttir formaður Kvenfélags Selfoss og Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona og hönnuður pokanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni. Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss
Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira