Sport

Vildi ekki rota og meiða Tyson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson átti á brattann að sækja gegn Jake Paul.
Mike Tyson átti á brattann að sækja gegn Jake Paul. getty/Tayfun Coskun

Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum.

Mikil spenna var fyrir bardaganum sem var sá fyrsti hjá Tyson síðan 2005. En gamli maðurinn átti ekki mikla möguleika gegn hinum 27 ára Paul.

Þeir sjötutíu þúsund áhorfendur sem voru viðstaddir bardagann á AT&T leikvanginum í Texas og milljónir sem fylgdust, eða reyndu að fylgjast, með bardaganum heima í stofu fengu þó ekki að sjá rothögg. Eftir bardagann sagði Paul að hann hefði ekki haft það í sér að rota Tyson og viðurkenndi að hafa slakað aðeins á klónni þegar hann sá að Tyson var að þreytast.

„Já, klárlega. Ég vildi bjóða aðdáendum upp á skemmtun. En ég vildi ekki meiða einhvern sem þurfti ekki að meiða,“ sagði Paul.

Samfélagsmiðlastjarnan hefur unnið ellefu af tólf bardögum sínum á ferlinum, þar af sjö með rothöggi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×