Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:33 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga; Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira