Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:06 Guðmundur Magnússon, íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er með stórt gönguverkefni í gangi í Garðskagavita, sem tekur hann eitt ár að klára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu
Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira