Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:14 Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarson og félagar þeirra í Melsungen sitja þægilega á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir góðan sigur á Magdeburg í kvöld. Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Þýski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira