Lífið

Sig­ríður Margrét orðin amma

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/einar

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er orðin amma.

Hún greinir frá gleðifréttunum í færslu á síðu sinni á Facebook.

Sigríður er ekki nema 48 ára gömul og hefur látið til sín taka í viðskiptalífinu. Áður en hún tók við sem framkvæmdastjóri SA var hún forstjóri Lyfju og þar áður forstjóri Já.is.

„Lífið maður minn! Ég er óendanlega stolt af samstarfsfólki mínu sem hefur kjarnað áherslur atvinnulífsins í aðdraganda kosninga. Best af öllu í miðri kosningabaráttu er samt fyrsta ömmu- og afastelpan,“ skrifar Sigríður Margrét í færslunni.

Faðir stúlkunnar er sonur Sigríðar, Einar Oddur Páll Rúnarsson, og móðir hennar Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×