Birkir Valur hefur leikið með HK allan sinn feril ef frá er talið hálft ár hjá Spartak Trnava í Slóvakíu.
Birkir Valur lék 26 af 27 leikjum HK í Bestu deildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Hann hefur alls leikið 96 leiki í efstu deild auk 85 leikja í B-deild. Birkir Valur lék 27 leiki með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma.
Hinn 26 ára Birkir Valur hefur verið orðaður við FH sem endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Auk Birkis Vals eru Eiður Gauti Snæbjörnsson og Atli Hrafn Andrason farnir frá HK. Þá hætti Ómar Ingi Guðmundsson þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil. Hermann Hreiðarsson var ráðinn í hans stað.